Leikkona
og sjálfstætt starfandi listamaður
Berglind Halla ólst upp í Bolungarvík en flutti suður til Reykjavíkur árið 2012. Hún hefur alla tíð verið heilluð af leikhúsforminu og útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands vorið 2019. Beint eftir útskrift fékk hún eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum We will Rock you sem var settur upp í Háskólabíó haustið 2019. Þá lék hún einnig í stuttmyndinni Dalía eftir Brúsa Ólason það sumar. Árið 2020 hlaut hún listamannalaun með sviðslistahópnum Sómi Þjóðar og vann að gerð verksins Lokasýningin eða MARA með þeim veturinn 2020-2021. Stefnt er að frumsýningu í vor.
Haustið 2021 tók hún svo þátt í video-verkinu Voices of Violence sem er bæði aðgengilegt á netinu og á söfnum í Tallin, Riga og Vilnius en um er að ræða verkefni um kynbundið ofbeldi gegn konum á vegum Dansk Kulturinstitut. Haustið 2022 frumsýndi hún seríu 4 af Ég býð mig fram sem bar heitið Nýr Heimur. Þar samdi hún örverk með Unni Elísabetu Gunnarsdóttur og lék í því sem og öðrum örvekum sem voru partur af seríunni sem var að hluta til samsköpunarverk hópsins.
Berglind hefur verið rödd Örnu mjólkurvaranna síðan 2019 og er einnig rödd Íslensks lambakjöts, Local salat og Löður. Þá hefur hún talsett tímabundið einstaka auglýsingaherferðir. Síðan 2019 hefur hún verið að talsetja auglýsingar, fræðslumyndbönd og barnaefni.
Leikkona og sjálfstætt starfandi listamaður, búsett í Reykjavík.
Actress and independent artist located in Reykjavík, Iceland.
Fædd 6. júlí 1992
Born 6th of July 1992
Hæð: 162 cm
Height: 162 cm / 5’3
Headshots by
Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir (since 2020)
Saga Sigurðardóttir (since 2018)
Ferilskrá / CV
-
2022 - Ég býð mig fram, sería 4 - Nýr heimur, hlutverk: Leikkona og höfundur. 2021 - Voices of Violence - Dansk Kulturinstitute
2021 - Leiklestur ,,Að eilífu” útskriftarverk eftir Össu Borg Snævarr Þórðardóttur (Laugarnes, LHÍ)
2021 - MARA - Sómi þjóðar
2017-2021 - Leikþættir í Sunnudagaskóla Vídalínskirkju
2020 - Stella Blómkvist (ep1, s2), hlutverk: Lögreglukona
2019 - We will rock you (Háskólabíó), hlutverk: Oz
2019 - Dalía (Stuttmynd), hlutverk: Ásdís (móðir)
—
2019 - Mutter Courage og börnin hennar, útskriftarverk frá LHÍ (LA og Þjóðleikhúsið), hlutverk: Mutter Courage
2018 - Abigail’s party/Álfheiður heldur partý (Laugarnes, LHÍ), hlutverk: Agnes
2018 - Bransinn-Revía, samsköpunarverk (Tunglið, LHÍ)
2018 - Heima er Bezt, verk eftir Adolf Smára Unnarsson - unnið með leikhóp, (Smiðjan, LHÍ) -
,,Nýr heimur” - Samsköpunarverk - ÉBMF sería 4. ,,MARA” - Samsköpunarverk - Sómi Þjóðar
,,Ástin er í C-dúr” (Einleikur) - Handritshöfundur - LHÍ
,,Bransinn-Revía” - Samsköpunarverk - LHÍ
,,Ég tala meira við sjálfa mig en annað fólk (þannig þið getið rétt ímyndað ykkur)” (Einleikur) - Sviðs-og handritshöfundur - LHÍ -
Auglýsingar
2022- - Local salat 2022- - Löður bílþvottur 2019- - Arna mjólkurvörur
2021- - Íslenskt lambakjöt
2021 - Brooks, Run Free
2020 - Keyrðu kjálkann (herferð fyrir Vestfirði)Barnaefni
2019 - Yummie Toonies, Stúdíó Sýrland
2020 - Frozen II (hljóðbók), Stúdíó SýrlandFræðslumyndbönd
2021 - Líf- og sjúkdómatryggingar VÍS
2020 - Landssamtök Lífeyrissjóða, lífeyrirskerfið
2020 - Ikea, starfsmannafræðsla -
Söngur, sterk rödd - liggur náttúrulega í overdrive skv. CV tækni / Singing, strong voice - natural in “overdrive” (CV Technique)
Spila á píanó / Plays the piano
Enskumælandi (reiprennandi) / Fluent in English
Frönskumælandi / Speaks French -
2023 - Improv Ísland, grunnur 2019 - Listaháskóli Íslands, BA í leiklist
2016 - Kvikmyndaskóli Íslands, diploma í leiklist og kvikmyndagerð
2012 - Menntaskólinn á Ísafirði, stúdent af náttúrufræðibraut
2012 - Tónlistarskóli Bolungarvíkur, píanó